FIBRA býður upp á nýja gerð húsa og mannvirkja úr gler- og koltrefjum og með kjarna úr steinull.

FIBRA EIGINLEIKAR OG EINKENNI

FIBRA býður upp á nýja gerð byggingareininga. Einingarnar eru úr gler- og koltrefjum, með kjarna úr steinull, og er lokuð á köntum. Byggingareiningarnar geta verið með slithúð og ýmiskonar yfirborð, og nýtast í byggingu húsa og annarra mannvirkja.

 

Gólf geta verið úr samskonar einingum, eða steinsteypt. Grafinn er skurður og húsveggirnir ganga 80-100 cm niður í skurðinn. Festingar festa hús niður og sandur látinn næst húsveggjum, og grófara efni mokað að. Einnig má steypa gólfplötu. Þá eru veggirnir með festingum sem ganga inn í gólfplötuna.

 

FIBRA AUÐVELT OG ÓDÝRT

FIBRA einingarnar eru léttar og þægilegar í flutningi. FIBRA húsin eru ódýr og einföld í uppsetningu. Hægt er að byrja á litlu húsi, og svo bæta við einingum og stækka húsið.

 

er að byrja á litlu húsi og svo stækka minnka eftir vild

 ódýr og henta fyrir þá sem vilja byrja á smátt og svo stækka við sig, eða minnka. FIBRA húsin er hægt að stækka og breyta eftir vild

FIBRA húsin eru vistvæn og öll efni sem eru valin í einingarnar eru afar vönduð og vottuð frá til dæmis Det Norske Veritas og Lloyds. Steinullin sem er notuð í FIBRA húsin er íslensk framleiðsla úr íslensku efni. Gler- og koltrefjarnar sem notaðar eru er um 70% steinefni og 30% hitafast plast miðað við vigt. Hlutfall plastefna er miklu lægri ef miðað er við rúmmál, og því er hlutfall plastefna í FIBRA húsi mjög lágt.

 

Aukin áhersla á sjálfbæra þróun og umhverfisvitund á síðustu árum hafa ýtt hönnuðum í að þróa vistvænar byggingar.  Í vistvænni byggingu er leitast við að hámarka notagildi og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif. Við hönnun er lögð áhersla á orkumál, efnisval, einangrun, viðhald, staðarval og heilsuvernd. FIBRA uppfyllir kröfur um vistvæna hönnun og er orkusparnaðarhús framtíðarinnar.

 

 

VISTVÆN HÖNNUN OG BYGGING

"ÞEGAR ÞÚ ERT Í FRÍI, VERTU ÞÁ Í FRÍI"

 

FIBRA HÚSIN ERU ALGJÖRLEGA VIÐHALDSFRÍ

Fibra ehf.

Jónsbraut 5

Vogum Vatnsleysuströnnd